148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[23:40]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er með sérstakri ánægju sem ég greiði hér atkvæði með frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2018. Um er að ræða sögulega aukningu til heilbrigðismála þar sem aukið er um yfir 11 af hundraði í málaflokki milli ára. Hér er um að ræða sókn í framlögum hins opinbera til heilbrigðismála þannig að hlutfallið hækkar úr 7,7% á yfirstandandi ári í 8,5 á næsta ári af vergri landsframleiðslu. Það er mikilvægt. Enn mikilvægara er að snúa vörn í sókn fyrir opinbert heilbrigðiskerfi um allt land, draga úr kostnaðarþátttöku sjúklinga og stemma stigu við því að verkefni heilbrigðisþjónustunnar færist stjórnlaust inn á einkastofur.

Stefnumörkun með jafnt aðgengi óháð efnahag og búsetu að leiðarljósi er í forgangi. Við eigum að sækja fram í þágu öflugs heilbrigðiskerfis. Allur almenningur á Íslandi setur þennan málaflokk í forgang. Við eigum að leggja við hlustir og fylgja þeirri kröfu.