148. löggjafarþing — 12. fundur,  30. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[00:09]
Horfa

Ágúst Ólafur Ágústsson (Sf):

Herra forseti. Hér er á ferðinni lokatilraun okkar til að bæta kerfi sem margir flokkar hér inni hafa kallað eftir að verði bætt. Þetta er annars vegar barnabótakerfið og hins vegar vaxtabótakerfið þannig að þetta er lokatilraun okkar til að finna velferðina í velferðarflokknum VG.

Að sjálfsögðu veit ég hvernig þessi atkvæðagreiðsla fer en eins og ég gat um áðan vil ég nota þetta tækifæri og skora á þingmenn Vinstri grænna og fleiri flokka að standa við sín stóru orð um að bæta þessi kerfi. Við getum ekki látið árin líða eitt af öðru og skilið þessa viðkvæmustu flokka fólks eftir, annars vegar fátækt barnafólk og hins vegar ungt fólk sem er að reyna að koma sér þaki yfir höfuðið.

Við skulum þá standa við stóru orðin sem, eins og ég gat um áðan, eru ekki eldri en sjö vikna gömul.