148. löggjafarþing — 14. fundur,  22. jan. 2018.

ElE fyrir BirgÞ, UnaH fyrir RBB, OC fyrir ÞSÆ.

[15:03]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hafa bréf frá Birgi Þórarinssyni og Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur um að þau geti ekki sinnt þingstörfum á næstunni. Einnig hefur borist bréf frá formanni þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um að Rósa Björk Brynjólfsdóttir geti ekki sinnt þingstörfum á næstunni.

Í dag taka því sæti á Alþingi sem varamenn fyrir þau Elvar Eyvindsson, Olga Margrét Cilia og Una Hildardóttir. Kjörbréf þeirra hafa þegar verið rannsökuð og samþykkt en þau hafa ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni.

 

[Elvar Eyvindsson, 3. þm. Suðurk., Olga Margrét Cilia, 4. þm. Reykv. s., og Una Hildardóttir, 3. þm. Suðvest., undirrituðu drengskaparheit að stjórnarskránni.]