148. löggjafarþing — 18. fundur,  30. jan. 2018.

óháð, fagleg staðarvalsgreining fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús.

88. mál
[15:35]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Skildi ég það rétt að hv. þingmaður leggi til að ekki verði hafnar framkvæmdir við meðferðarkjarna, sem áætlað er að hefja á þessu ári, heldur horft til annarrar staðsetningar? Ég vil ítreka fyrri spurninguna um hvort það sé eitthvað fleira af því sem fyrirhugað er sem þingmaðurinn telur æskilegt að stoppa, framkvæmdir, hönnun eða annað slíkt. Hvenær telur flutningsmaður tímabært að fara að horfa til staðsetningar annars sjúkrahúss, þeirra sjúkrahúsa sem þurfa að taka við eftir 15 til 30 ár hugsanlega? (Gripið fram í.) — Þess mun alltaf þurfa því að landsmönnum fjölgar hratt og tækninni fleygir hratt fram.