148. löggjafarþing — 18. fundur,  30. jan. 2018.

óháð, fagleg staðarvalsgreining fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús.

88. mál
[15:36]
Horfa

Flm. (Anna Kolbrún Árnadóttir) (M) (andsvar):

Forseti. Ég sé fyrir mér að bíða í nokkra mánuði og gera hlutina þá rétt. Þar með vil ég byggja nýjan meðferðarkjarna á nýjum stað. Mér finnst stórkostlegt að heyra hér að því sé haldið fram að landsmönnum fjölgi hratt, svo að ég vitni til orða hv. þingmanns. Það er rétt, en á sama tíma vill hv. þingmaður viðhalda þeirri hugsun að Hringbraut sé besti kosturinn. Ég næ því bara ekki.