148. löggjafarþing — 20. fundur,  1. feb. 2018.

þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður.

19. mál
[16:26]
Horfa

Flm. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Draga úr, nei, fjöldi flokka og framboða undanfarið hefur aukist gífurlega, þannig að ég hef nákvæmlega engar áhyggjur af því. Munurinn hérna er að þeir þingmenn sem koma úr opinberu starfi geta gengið að starfi vísu í allt að tíu ár, sem er mjög mikil skekkja miðað við hvað aðrir launamenn hafa úr almenna geiranum. Og að reyna að fara að segja við almenn fyrirtæki úti í bæ: „Nei, þið verðið að halda stöðu opinni í allt að tíu ár“. — Nei.