148. löggjafarþing — 24. fundur,  8. feb. 2018.

markaðar tekjur.

167. mál
[12:15]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er þannig með suma hluta tryggingagjaldsins að þeir byggja nær alfarið á samkomulagi við aðila vinnumarkaðarins og í raun og veru á því að aðilar vinnumarkaðarins hafi náð saman um ákveðna fjármögnun vinnumarkaðstengdra verkefna. Það gildir aðeins öðru máli um þessa jöfnun örorkubyrðarinnar. Ekki er verið að boða með þessari breytingu neina stefnubreytingu hvað varðar hlut ríkisins í henni. Þar er hreinlega um það að ræða að ríkið hefur samþykkt að taka að sér tiltekið hlutverk og er að vissu marki þá ólíkt hinum liðunum sem fundin hefur verið sérlausn á.