148. löggjafarþing — 24. fundur,  8. feb. 2018.

umræða um dagskrármál.

[12:48]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Brandarar eru fínir og eiga sér sína staði og sínar stundir. Ég er ekki endilega á að forsetastóll sé staðurinn.

Ég kem hingað ekki endilega til að ræða akkúrat þetta mál, mér sýnist hæstv. forseti hafa úrskurðað mjög skynsamlega í því máli, heldur það mál sem hæstv. forseti var að fara að kynna. Við erum að fara að ræða tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku og nú er búið að boða alla þingmenn í sal kl. 13.30 til atkvæðagreiðslu. Ég velti fyrir mér hvort þessar tíu mínútur, ef á að fara að gera hádegishlé fyrir atkvæðagreiðslur, myndu slíta umræðuna dálítið í sundur og ég fer bara frómlega fram á það við hæstv. forseta að gera hlé núna þannig að öll umræðan verði saman og nægur tími til hennar.

(Forseti (JÞÓ): Já, þetta er samkvæmt leikreglunum af því að tíu mínútur eru eftir. Ræður geta tekið 15 mínútur og ekki klippum við í sundur ræður og andsvör. Þessum fundi er frestað þar til kl. 13.30.)