148. löggjafarþing — 32. fundur,  1. mars 2018.

ábendingar í rannsóknarskýrslum Alþingis.

78. mál
[12:09]
Horfa

Smári McCarthy (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég verð að viðurkenna að mér þykir það nokkuð furðulegt að hér skuli hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra koma og lýsa því yfir að honum finnist furðulegt að þingið feli framkvæmdarvaldinu að framkvæma.

Með þessari skýrslubeiðni er verið að fela framkvæmdarvaldinu að framkvæma ákveðna hluti í sína þágu og það er vissulega rétt hjá hv. þm. Óla Birni Kárasyni að kannski er rétt að þingið taki svo málið til sín á síðari stigum og vinni frekari rannsóknir. Ég tek undir það og hlakka til að heyra og sjá tillögu frá hv. þingmanni þess efnis, enda kemur hann oft með mjög góðar tillögur sem væri gott að fylgja eftir.

Það er furðulegt að þegar þingið felur framkvæmdarvaldinu að framkvæma eitthvað lýsi hæstv. ráðherrar einhvern veginn furðu sinni á því. Það er furðulegt.