148. löggjafarþing — 35. fundur,  6. mars 2018.

vantraust á dómsmálaráðherra.

344. mál
[19:09]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Millidómstigið sem átti að vera svo mikil bót fyrir íslenskt réttarfar er í uppnámi vegna embættisfærslu hæstv. dómsmálaráðherra. Landsréttur glímir við vantraust og skort á trúverðugleika. Það gæti orðið svo um árabil ef ekki verður gripið í taumana.

Ég treysti hæstv. dómsmálaráðherra ekki til að halda um þá tauma og þess vegna segi ég já.