148. löggjafarþing — 41. fundur,  20. mars 2018.

meðferð sakamála.

203. mál
[20:28]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Herra forseti. Ég vil fagna því að þetta frumvarp sé komið alla leiðina hingað í 2. umr. á þingi. Mig langar að þakka Viðreisn og þingmönnum Viðreisnar alveg sérstaklega fyrir að leggja það fram. Mér finnst þetta mikils virði og finnst þetta passa vel inn í þá umræðu sem hefur verið í samfélaginu og þær breytingar sem hafa verið í samfélaginu þar sem aukin áhersla er lögð á samþykki allra. — Er þetta ekki sú ræða? [Hlátur í þingsal.] Afsakið mig. Ég misskil þetta. Það eru sjálfsagt lögin sem við ætlum að leiðrétta. Ég er rosalega ánægð með það líka. En ég þarf kannski ekkert að þakka Viðreisn sérstaklega fyrir það. Ég þakka bara fyrir mig.