148. löggjafarþing — 75. fundur,  11. júní 2018.

íslenskur ríkisborgararéttur og barnalög.

133. mál
[14:49]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Virðulegur forseti. Ég kem eingöngu hingað upp til að lýsa yfir ánægju minni með þetta frumvarp og sömuleiðis þá breytingartillögu sem hv. allsherjar- og menntamálanefnd gerði á frumvarpinu. Með þessu tökum við á þinginu mikið framfaraskref því að það að vera ríkisfangslaus með öllu er afar íþyngjandi hverjum þeim sem það þarf að þola, hvort sem um er að ræða barn undir 18 ára aldri eða einhvern sem eldri er. Ég ætla ekki að hafa þetta lengra heldur lýsa yfir ánægju minni með starf þings og hv. allsherjar- og menntamálanefndar.