148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

skattleysi uppbóta á lífeyri.

649. mál
[15:43]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég vil, eins og fleiri þingmenn, óska Flokki fólksins til hamingju með þetta mál og Guðmundi Inga Kristinssyni, sem er flytjandi málsins. Hann er mjög einarður í málflutningi sínum og því sem hann færist í fang á Alþingi. Það er margt sem maður gæti tekið sér til fyrirmyndar frá honum. Þetta er mál fyrir okkar minnstu bræður og systur. Ég lít þannig á að það mál sem ekki er í sátt í þinginu og varðar það að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölu, sé líka mál fyrir lítilmagnann, vegna þess að þeir sem minnst hafa á milli handanna bera þyngstu byrðarnar í þeim kostnaði að koma sér þaki yfir höfuðið, svo það sé sagt.