148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

Íslandsstofa.

492. mál
[16:25]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég náði ekki að koma því að áðan að málið í heild er gott eins og það liggur fyrir. Ég mun fyrir mitt leyti styðja það og held að þetta sé jákvætt skref í þá átt að ná saman því afli sem er til þessara verka, hvort sem við horfum til landkynningar eða markaðssetningar vöru eða hvaða svið tengingar við útlönd það er sem við horfum til. Ég held að ég taki undir það sem hv. þm. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir kom inn á áðan, að við eigum að treysta á að atvinnulífið hafi öflugan, djúpan og mikinn skilning á því sem við er að eiga í þeim efnum, styðja við þá sérþekkingu sem þar er og vinna málið áfram á þann hátt.