148. löggjafarþing — 78. fundur,  12. júní 2018.

persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga.

622. mál
[22:38]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það er mála sannast að þetta mál kom mjög seint í þingið. Það ber mjög brátt að. Ætlast er til þess að það sé afgreitt hér á nánast á ljóshraða. Þetta eru vinnubrögð sem eru ekki á nokkurn hátt boðleg þegar svo stórt mál er uppi. Fjölmörgum spurningum er ósvarað í þessu máli, þar á meðal alvarlegum spurningum. Flokkur fólksins getur ekki tekið ábyrgð á þessu máli eða þeim vinnubrögðum sem hér eru höfð uppi við afgreiðslu málsins. Við munum sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu.