149. löggjafarþing — 4. fundur,  14. sept. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[11:06]
Horfa

ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S):

Herra forseti. Ég tek undir með hv. þingmanni varðandi það að best sé að þetta klasastarf sé eins sjálfsprottið og hægt er. Það hefur í rauninni verið það fram til þessa og það er þróun í því starfi. Í stjórnarsáttmála er talað um þessa vinnu. Hún er í undirbúningi í ráðuneytinu. Teknir eru frá fjármunir til þess að fara í þá vinnu og klára. Það verður ekki gert öðruvísi en með þeim sem nú þegar eru í því verkefni og drifið áfram í því vegna þess að maður finnur það alveg að krafturinn er í þessu samstarfi. Samstarfið er mismunandi eftir klösum, en við sjáum líka mjög skýrt árangurinn af klasasamstarfi. Ég reikna með að þeirri vinnu verði fram haldið og að hún komi að endingu hingað í þingið.