149. löggjafarþing — 7. fundur,  19. sept. 2018.

mannanöfn.

9. mál
[16:03]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni og framsögumanni, Þorsteini Víglundssyni, fyrir þessa yfirferð. Ég er þeirrar skoðunar að mannanafnanefnd sé ekki alslæm þó að ýmislegt megi laga í lögunum. Það er svolítið fróðlegt að skoða lista yfir nöfn sem mannanafnanefnd hefur hafnað. Hv. þingmaður talaði áðan um að við ættum að treysta foreldrum o.s.frv. Ég rakst t.d. á karlmannsnafn sem var hafnað, nafnið Lusifer. Ég tel sjálfur afar óviðeigandi að gefa barni þetta nafn, en vil spyrja hv. þingmann: Hvernig sér hann fyrir sér að við getum komið í veg fyrir (Forseti hringir.) svona nafngift? Er það ekki nauðsynlegt?