149. löggjafarþing — 7. fundur,  19. sept. 2018.

mannanöfn.

9. mál
[17:09]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég legg bara til að við hv. þm. Ólafur Þór Gunnarsson komum með frumvarp um þetta, lögum þetta ákvæði og leyfum makanum að taka ættarnafn. Við þurfum ekki allt þetta sem hv. þm. Þorsteinn Víglundsson leggur fram. Ég skal vera með þingmanninum á tillögu um að laga þetta.

Nei, nei, ég hef ekki farið í gegnum það hverju má breyta í lögunum. Það eru örugglega ýmis atriði sem eru fornaldarleg og má laga og hafa enga þýðingu af því að þau eru eldgömul, hafa enga raunverulega þýðingu og alls enga þýðingu fyrir menningararfleifðina eða neitt slíkt. Allt í lagi að laga það, en hér eru menn að fara allt annað. Hér eru menn að fara út í fúafen sem mun skapa vandamál og vesen af því að einhver er með einhverja sérvisku um nöfn.

Við eigum mörg góð nöfn [Hlátur í þingsal.] og við erum að elta sérvisku og dynti út um allt. Ég held að við eigum að eyða tíma þingsins í eitthvað annað.