149. löggjafarþing — 12. fundur,  27. sept. 2018.

RÚV í samkeppnisrekstri.

[10:36]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Þetta liggur bara allt fyrir. Við erum að vinna með RÚV að því að skoða hvernig við förum í þessa hluti. Það er alveg ljóst að lögin eru skýr og ég hef sagt að það á að aðskilja þennan rekstur frá og með 1. janúar. Það er stjórn RÚV sem á að framfylgja því. Við þurfum bara að fara yfir það nákvæmlega hvað er uppfyllt og hver kostnaðurinn er. Eins og ég skil það er ekki alveg á hreinu hver nákvæmlega þessi kostnaður er. (Gripið fram í.) Það þarf bara að fara betur yfir það. Ég verð að segja alveg eins og er, við erum auðvitað alltaf að reyna að vinna hér af heilindum. Við förum alltaf gaumgæfilega yfir það sem við gerum þannig að við gerum það sem er rétt og ég þarf bara að skoða hvernig þessi fjárhæð er til komin. Ég þarf hreinlega að skoða það betur. (LE: Hvernig galdrarðu milljónir fram?) Eins og ég hef sagt erum við að vinna að þessu og ég hlakka til að kynna þær tillögur fyrir stjórnarandstöðunni þegar að því kemur.