149. löggjafarþing — 12. fundur,  27. sept. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[12:53]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Kannski hefði ég átt að vera aðeins nákvæmari. Ætlast er til þess að við þingmenn ákveðum það verð sem þjóðin fær fyrir fiskinn. (Gripið fram í: Nei.) Til dæmis er í ákvæði til bráðabirgða ákveðið verð á blálöngu, djúpkarfa, grálúðu og gulllaxi. Þar fyrir utan eru sérákvæði í 8. gr. fyrir hval. Það eru alls konar forsendur varðandi hvernig vega eigi og meta aflaverðmæti t.d. síldar, loðnu, kolmunna og makríls. Þarna er settur inn reiknistuðull. Auðvitað er það þannig að þetta frumvarp er uppfullt af forsendum og tölum sem við eigum að samþykkja, (Forseti hringir.) eða ekki, sem ákveða (Forseti hringir.) veiðigjaldið og þar með það verð sem þjóðin fær fyrir fiskinn.