149. löggjafarþing — 12. fundur,  27. sept. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[12:55]
Horfa

Teitur Björn Einarsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Við ræðum hér um gjaldtöku, þ.e. gjaldið sem ríkið ætlar að innheimta af þeim aðilum sem eru gjaldskyldir. Það kemur m.a. fram í því að lagt er á gjald, króna á kíló. Hv. þingmaður hefur gegnt störfum sem fjármálaráðherra og hefur væntanlega áttað sig á því að við ákvörðun á ýmsum krónutölusköttum sem leggjast til að mynda á olíu, tóbak og áfengi er ekki verið að ákveða verð á hverri vöru, verið er að ákveða hvað ríkið ætlar að taka til sín. En þá hefur komið fram að þetta er allt saman á misskilningi byggt.

Önnur fullyrðing í ræðu hv. þingmanns vakti athygli mína, þ.e. að frumvarpið sé allt fullt af matskenndum ákvörðunum. Ég spyr: Hvaða matskenndu ákvarðanir eru þetta nákvæmlega annað en að ríkinu ber samkvæmt meginsjónarmiðum skattareglna að ákveða (Forseti hringir.) gjaldstofn, að ákveða hverjir eru gjaldendur og ákveða gjaldhlutfall?