149. löggjafarþing — 14. fundur,  9. okt. 2018.

fiskeldi.

189. mál
[16:17]
Horfa

Smári McCarthy (P) (andsvar):

Herra forseti. Það er ágætt að eingöngu var verið að vísa í sérfræðinga að sunnan þó svo að hugtakið SS-sveitir sé yfirleitt notað í öðrum skilningi. Það er eiginlega hið besta mál að ekki sé um þær sveitir að ræða og kannski ekki heldur sveitir Sláturfélags Suðurlands. Ég held samt að sérstaklega mikilvægt sé þegar skammstafanir eru notaðar sem mynda mjög skýr hugrenningatengsl að við förum varlega með þær og sköpum ekki hugrenningatengsl að óþörfu. Það er hreinlega óþarfi.