149. löggjafarþing — 17. fundur,  10. okt. 2018.

samgönguáætlun 2019--2033.

173. mál
[16:42]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er vissulega rétt, sem hv. þingmaður segir, að þetta er ákveðinn kostnaður í flutningi; það eru fleiri ferðir o.s.frv. Nokkrar af þessum aðferðum gera kostnaðinn ferfalt lægri eða jafnvel átjánfalt lægri en hann er nú miðað við slitið. Ég hef áhyggjur af því að þessir flutningar borgi sig ekki nú þegar, þ.e. að bílarnir greiði ekki fyrir það slit sem þeir valda nú þegar. Þar af leiðandi er verið að styrkja þess háttar flutninga nú þegar með því að við borgum öll það slit sem er vegna þessara þyngri bíla. Við værum að borga mun minna fyrir slitið og gætum líka auðveldlega borgað fyrir aukaferðir miðað við þennan mun, myndi ég halda — ef munurinn er t.d. átjánfaldur miðað við öxulbreytinguna.