149. löggjafarþing — 20. fundur,  16. okt. 2018.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

155. mál
[15:08]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (andsvar):

Forseti. Mér líst alveg ágætlega á þessar breytingar en mig langar að spyrja um samráðið. Hæstv. forsætisráðherra talaði um að samráðið væri mikilvægt því að þessir málaflokkar sköruðust. Ég hafði ímyndað mér að á meðan þessir tveir ráðherrar væru saman í ráðuneytinu væri auðveldara að eiga samráð. En mér skilst varðandi þetta þingmál að reynslan sýni að svo sé ekki. Mig langar þá að spyrja: Hvernig á að tryggja þetta samráð sem er svo ofboðslega mikilvægt núna þegar verið er að skilja ráðuneytin í sundur með þessum hætti?