149. löggjafarþing — 23. fundur,  23. okt. 2018.

brottfall laga um ríkisskuldabréf.

210. mál
[15:52]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. fjármálaráðherra fyrir framsögu hans. Mér leikur forvitni á að vita, ef hann veit svarið, hvers vegna þessi takmörkun var sett á sínum tíma, á árunum 1923 eða 1924, hvort hann þekki hugmyndirnar sem voru þar að baki. Það hefur væntanlega verið þannig að menn hafi ekki viljað að verið væri að skuldsetja fólkið í landinu til of langs tíma. Í öðru lagi verð ég að spyrja hæstv. fjármálaráðherra: Ef þetta frumvarp og þessi breyting verður að lögum, þ.e. að fella 25 árin niður, er þá framkvæmdarvaldið komið með heimild án takmarkana og gæti t.d. gefið út 100 ára skuldabréf?