149. löggjafarþing — 23. fundur,  23. okt. 2018.

umferðarlög.

219. mál
[16:51]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það var ágætt að hv. þingmaður kom upp og ítrekaði þetta þar sem ég gleymdi að svara fyrri spurningunni. Eftir því sem ég best veit var sett reglugerð af forvera mínum, hv. þm. Jóni Gunnarssyni, um nákvæmlega það atriði. Í henni kemur fram að til þess að fá tjónabifreið skráða aftur þarf viðgerðin fara fram á viðurkenndu verkstæði. Engu að síður er sjálfsagt að fara yfir það bæði í nefndinni og í skýru svari til hv. þingmanns.