149. löggjafarþing — 25. fundur,  25. okt. 2018.

um fundarstjórn.

[11:09]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Ég vil biðja hv. þingmann afsökunar ef hann telur að ég hafi verið að gera eitthvað úr því að hann var ekki hér við umræðuna. Ég saknaði hans í raun og veru af því að ég veit hann hefur [Hlátur í þingsal.] áhuga á þessum málum og ég hef gaman af því að ræða við hann. Ég átta mig á því að hv. þingmaður var í burtu við skyldustörf. Ég biðst afsökunar ef ég hef gefið eitthvað annað í skyn. Það var ekki ætlunin.

(Forseti (SJS): Þá telst þetta mál vonandi að fullu upplýst og útrætt.)