149. löggjafarþing — 25. fundur,  26. okt. 2018.

samvinnufélög o.fl.

186. mál
[00:48]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (andsvar):

Herra forseti. Svarið er einfalt: Já. Það er þegar til og er þegar til staðar og nær ekki bara yfir að skila ekki ársreikningi, ef hv. þingmaður heldur það, heldur yfir allar lögboðnar tilkynningar sem senda skal fyrirtækjaskrá, m.a. tilkynningar um það hverjir sitja í stjórn o.s.frv. Ég fæ ekki útskýringu á því af hverju hv. þingmenn telja að ganga þurfi lengra en að dæma menn í eins árs fangelsi. Það dugar ekki til í hugum hv. flutningsmanna.

Herra forseti. Er nema furða, svona þegar fer að slá í að við förum í morgunmat, að ég sé hissa?

(Forseti (SJS): Forseti leyfir sér að hafa enga skoðun á því.)