149. löggjafarþing — 27. fundur,  6. nóv. 2018.

staða þjóðkirkjunnar og tengsl hennar við ríkisvaldið umfram önnur trú- og lífsskoðunarfélög.

280. mál
[14:18]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég er meðal flutningsmanna. Það er alveg rétt sem hv. þm. Birgir Ármannsson segir, það er kannski eitthvað um formið hérna, en það var líka pælt í því og hluti af upplýsingaöflun fyrir skýrslubeiðnina var fyrirspurn mín um kirkjujarðasamkomulagið sem við fengum svar við mjög nýlega. Þar var sagt og það væri ekki einu sinni vitað hvaða jarðir væri þar undir, merkilegt nokk, sem rennir enn frekari stoðum undir að við þurfum á upplýsingum um þau mál að halda.

Þetta er það sem við tókum úr skýrslubeiðninni og fluttum sem fyrirspurn. Þannig að hv. þm. Birgir Ármannsson getur reynt að skýla sér á bak við eitthvert form en þegar allt kemur til alls þurfum við þessar upplýsingar.