149. löggjafarþing — 28. fundur,  7. nóv. 2018.

orð þingmanns í störfum þingsins -- frumvarp um búvörulög.

[16:03]
Horfa

Smári McCarthy (P):

Herra forseti. Ég get ekki stillt mig um að nota tækifærið til að benda á að þau tvö mál sem eru rædd hér undir liðnum um fundarstjórn forseta eru að einu leyti keimlík. Ég ræddi það undir liðnum um störf þingsins í gær að kerfið svokallaða er ekki til, heldur er eingöngu til fólk og reglur. Svo beitir fólk reglunum, ýmist gegn öðrum eða í þágu annarra. Stundum kemur það vel út, stundum illa, en í lok dags erum við öll mannleg. Í báðum þessum málum er full ástæða til að við reynum að nýta leikreglurnar á sanngjarnan og heiðarlegan hátt í þágu hvers annars og á uppbyggilegan hátt í þágu samfélagsins og reyna alltaf að líta til hins mannlega vegna þess að við erum öll mannleg.