149. löggjafarþing — 28. fundur,  7. nóv. 2018.

þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið.

31. mál
[18:39]
Horfa

Flm. (Birgir Þórarinsson) (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið og ágæta ábendingu varðandi það hvernig skilgreina beri skammdegið. Hvað er skammdegi og hvenær hefst skammdegið? Það er sjálfsagt að þetta verði rætt innan nefndarinnar, hvort nauðsynlegt sé að skilgreina það frekar, en ég geri fastlega ráð fyrir því að það sé miðað við sólsetur. Í skammdeginu þegar sólin sest um klukkan fjögur t.d., þá verði fáninn upplýstur frá og með því og til kl. 21 þegar hann verði tekinn niður. Í fljótu bragði sé ég þetta fyrir mér gert með þessum hætti en það er sjálfsagt að þetta verði rætt innan nefndarinnar og hún skoði hvort þörf sé á að skilgreina þetta eitthvað frekar.