149. löggjafarþing — 29. fundur,  8. nóv. 2018.

upplýsingar um afdrif Hauks Hilmarssonar.

[10:49]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Sf):

Forseti. Ég þakka ráðherranum fyrir svarið en mig langar samt að spyrja aftur af því að um íslenskan ríkisborgara er að ræða. Það er óásættanlegt að ekki sé hægt að komast að hinu sanna í málinu. Telur ráðherrann að hann persónulega hafi gert allt sem í hans valdi stendur til að finna Hauk eða lík hans ef hann er sannarlega látinn og tryggja að það verði flutt heim?