149. löggjafarþing — 32. fundur,  15. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[17:08]
Horfa

Frsm. 4. minni hluta fjárln. (Ólafur Ísleifsson) (Flf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Sigurði Páli Jónssyni fyrir hans ágæta andsvar . Þannig stendur á að þetta rammgerða kerfi, sem ég fór allítarlega yfir í minni ræðu, er einhvern veginn svo hugvitsamlega hannað, leyfi ég mér að segja, að það er alveg með ólíkindum og sérkennilegt til þess að hugsa að áherslurnar skuli ekki vera allt aðrar í kerfinu, það sé hvati fyrir fólk sem hefur vilja og getu til að neyta sinna krafta til að bæta sinn hag. Það ætti að vera markmiðið samhliða því sem efldar eru forvarnir og stuðningur og endurhæfingarúrræði. Þar ættu áherslurnar að liggja. Ég veit að þegar þarna er komið á þessi málstaður sér öflugan baráttumann í hv. þm. Sigurði Páli Jónssyni.