149. löggjafarþing — 32. fundur,  15. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[22:04]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég ætla að undanskilja Pírata frá þeim ásökunum um að þetta hafi einhvern veginn verið okkur að kenna. Við vorum einfaldlega ekki til árið 2008.

Varðandi aðgerðaáætlun sjáum við fram á þennan kostnað. Við erum að fara í 6 milljarða á þessu tímabili fjármálaáætlunarinnar og sjáum fram á kostnað upp á 12–20 milljarða á ári, ef ég skildi gesti okkar rétt, og það er rosalega stór áskorun að klóra í með 6 milljörðum á fimm árum. Við sjáum fram á þann kostnað og þá er spurningin hvort við eigum ekki í rauninni að fara frekar í að nota þann kostnað til að ná markmiðum okkar í staðinn fyrir að borga hann sem vexti seinna.