149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[16:42]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Það kom vel fram í umræðum og þegar ég gerði grein fyrir breytingartillögum mínum, en þær upphæðir sem hér eru, eru óútskýrðar fjárbeiðnir ríkisstjórnarinnar, þ.e. ríkisstjórnin segist vilja fá 5 milljarða í málefni örorku og í málefni fatlaðs fólks, en segir ekki í hvað hún ætlar að nota það. Þannig að við í Pírötum fjarlægjum einfaldlega þær fjárheimildir en veitum þær síðan aftur til baka. (Gripið fram í.) Þetta er annar helmingur (Gripið fram í.) tillögu okkar. Við leggjum síðan til breytingu um 7,6 milljarða á nákvæmlega þetta málefnasvið til afnáms krónu á móti krónu skerðingar. Þannig að það verður að taka báðar hliðar inn í málið.

Það sem hér er um að ræða eru óútskýrðar fjárbeiðnir ríkisstjórnarinnar sem ríkisstjórnin á að sjálfsögðu ekkert að fá.