149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[16:57]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Á löngu og fordæmalausu hagvaxtarskeiði síðustu ára hefur ríkið algjörlega trassað alla innviðauppbyggingu samfara mikilli fjölgun ferðamanna, enda hefur það ekki haft dug í sér til þess að leggja nein gjöld á ferðamenn. Sveitarfélög hafa ekki notið nægra tekna vegna þeirra milljóna ferðamanna sem hingað hafa komið, en samt sem áður hefur þetta kallað á mikla innviðafjárfestingu fyrir þau. Sveitarstjórnarfólk hefur kallað eftir sanngjörnum aðgerðum, ekki síst sveitarstjórnarfólk Sjálfstæðisflokksins sem hlýtur nú að styðja okkur í þessu máli. Samfylkingin leggur nefnilega til gistináttagjald sem skili 1,3 milljörðum sem renni alfarið til sveitarfélaga.

(Forseti (SJS): Forseti biður hv. þingmann að hlaupa hratt til baka og greiða atkvæði.)

Ég hélt að ég hefði verið búinn að því.

(Forseti (SJS): Það hef ég ekki séð.)