149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[17:27]
Horfa

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (Sf):

Herra forseti. Það skýtur sannarlega skökku við að þegar verið er að auka sérstaklega í alls kyns loftslagsmál, svo sem skógrækt og landgræðslu, er á sama tíma lagt til af meiri hluta fjárlaganefndar að skera niður á milli umræðna til náttúruverndar, skógræktar og landgræðslu án nokkurra skýringa. Það hefur sjaldan verið jafn mikilvægt að auka stuðning til þessa málaflokks. Eins og skýrsla IPCC um stöðu loftslagsmála í heiminum segir er að verða of seint að bregðast við þegar framtíð okkar er í raun í húfi. Þá er sá niðurskurður sem hér er lagður til á milli umræðna sérstaklega sorglegur.