149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[17:28]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg):

Herra forseti. Umhverfismál fá hér um 2 milljarða kr. viðbótarfjármagn. Það er áfram stígandi í þeim málaflokki. Það gengur til kolefnisbindingar í heild sinni. Eins og kemur fram er að vísu niðurskurður í skógrækt en í heild sinni er verið að auka til málaflokksins um 2 milljarða. Á einu ári hefur ríkisstjórnin tvisvar bætt við duglega í þennan mikilvæga málaflokk. Það er í samræmi við aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem á svo að markmiðsetja eftir því sem reynslu fleytir fram og rannsóknum. Það eru því græn fingraför á þessum peningum og það er vel.