149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[18:45]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Forseti. Það að gefa vilyrði fyrir því að örorkulífeyrisþegar fái 4 milljarða, að draga úr krónu á móti krónu skerðingum og taka svo hluta af því til baka og fresta því um hver má vita hvað langan tíma og að halda hópi fólks áfram í fátækt sem þarf svo innilega á því að halda að þessari fátækt verði aflétt, er bara kostnaður. Það er enginn sparnaður sem felst í því. Við Píratar erum með tillögu um að ganga lengra. Það á að afnema þessar skerðingar alveg. Þetta er nauðsynlegt skref fyrir framtíðina, fyrir framtíðarkynslóðir og fyrir líf þessa fólks. Það er ömurlegt að horfa upp á að verið sé að taka það fjármagn til baka sem var búið að lofa þessum hópi fólks.

(Forseti (SJS): Þingmaðurinn segir?)

Ég segi nei.