149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[18:54]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Herra forseti. Ég kem hér upp vegna þess að mig hreinlega svíður orðfærið sem ég hef heyrt stjórnarliða fara með þegar kemur að þessari breytingu, að um minni háttar frávik sé að ræða. Þetta heyri ég endurtekið, að yfir milljarður sé minni háttar frávik þegar kemur að fjárframlögum til öryrkja. Mér þykir þetta ekkert minni háttar frávik. Ég held að öryrkjum þyki það alls ekki. Ég vildi bara halda því til haga hér.

(Forseti (SJS): Þingmaðurinn segir?)

Þingmaðurinn segir nei.