149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[19:14]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Hér er um að ræða 84 milljónir í vinnumál og atvinnuleysi sem skiptast niður á starfsendurhæfingarsjóðinn VIRK, til að uppfylla lágmarksskilyrði samnings sem gerður hefur verið um greiðslur til starfsendurhæfingarsjóðs. Samkvæmt lögum á að greiða 0,13% af tryggingagjaldinu í starfsendurhæfingarsjóðinn sem ákveðið mótframlag á móti aðilum vinnumarkaðarins. Það hefur hins vegar ekki verið gert. Þá er til samningur þar sem greiða á 0,05% af tryggingagjaldinu í staðinn. Það vantar 73 milljónir upp á að það samningsatriði verði uppfyllt. Til viðbótar eru þá 11 milljónir til Vinnumálastofnunar vegna baráttu gegn vinnumansali. Það summast upp í 84 millj. kr.