149. löggjafarþing — 38. fundur,  26. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[21:04]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég sagði aldrei að veiðiheimildirnar væru varanlegar. (SMc: Jú, víst.) — Nei. Nei, það sagði ég ekki. Ég tók meira að segja fram að auðvitað gæti Alþingi — hv. þm. Þorgerður Katrín skal bara aðeins vera hæg núna. (Gripið fram í.) Í alvöru. (ÞKG: Já.) Takk. (Gripið fram í.) Það sem ég sagði hins vegar var að þær væru ótímabundnar, sem er allt annað en að þær séu varanlegar. Það eru engin tímamörk á þeim aflaheimildum og það er tvennt ólíkt, hv. þingmaður.

Ég tók líka fram (Gripið fram í.) að auðvitað gæti Alþingi hvenær sem er tekið ákvörðun um að gjörbreyta og umbylta fiskveiðistjórnarkerfinu, ef menn teldu það skynsamlegt. Ég vara við því. Ég vara við því með eins sterkum orðum og hægt er að það sé gert á þann hátt sem t.d. þingmenn Pírata, þingmenn Viðreisnar og þingmenn Samfylkingarinnar (Forseti hringir.) vilja gera.