149. löggjafarþing — 38. fundur,  26. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[22:44]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. Mér fannst athyglisvert þegar hann ræddi þrepaskiptan afslátt. Fyrir tveimur, þremur þingum spurði ég fjármálaráðherra, minnir mig, frekar en sjávarútvegsráðherra, hvernig staðan yrði á veiðigjöldunum ef þau yrðu þrepaskipt þannig að ekkert álag væri greitt fyrir fyrstu 3.000 tonna þorskígildin en svo færi það stighækkandi eftir því hve mörg þorskígildin væru og hvaða afslátt væri þá hægt að gefa, ef við myndum nota gróðann af svona þrepaskiptu kerfi hvað það væru þá margar útgerðir sem myndu borga veiðigjald. Svarið? Ég vil hvetja hv. þingmann til að kíkja á það. Ég hef ekki tíma til að fara yfir svarið af því að það eru svo margir sem ætla í andsvör að ég fæ bara eina mínútu. En ég vil spyrja hv. þingmann hvort honum lítist ekki vel á þrepaskipt álag, eða vilji skoða það, alveg eins og þrepaskiptan afslátt.