149. löggjafarþing — 38. fundur,  26. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[22:46]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta atvinnuvn. (Sigurður Páll Jónsson) (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir andsvarið. Ég er í sjálfu sér alveg opinn fyrir því að skoða hvort tveggja sem þingmaðurinn nefndi. Það sem ég er að fjalla um og var að reyna að koma að í ræðunni er að útgerðarflokkarnir eru svo ólíkir að við verðum að bregðast einhvern veginn við. En þessir afslættir og t.d. 10% álag í uppsjávargeiranum, 10% afsláttur á frystitogurum og annað slíkt segir mér að sú aðferð er gölluð og bregðast þarf við með plástrum, eins og ég hef orðað það. En ég er alveg til í að skoða hvort tveggja. Ég ætla ekki að láta mig hanka mig á því að ég sé algerlega sammála því en ég er opinn fyrir því að skoða það. Það er alveg á kristaltæru.