149. löggjafarþing — 38. fundur,  26. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[23:02]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta atvinnuvn. (Sigurður Páll Jónsson) (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er alveg laukrétt. Það eru breyttir tímar og breyttar forsendur. Fyrst þingmaðurinn kom inn á þann vinkil þá hef ég hef aldrei verið hrifinn af byggðakvótanum, ég segi það hér og nú. Hann hefur yfirleitt bara verið til að rífast út af. Hann hefur ekkert endilega hjálpað byggðarlögunum sem slíkum heldur verið uppbót fyrir eitthvað, minni kvóta eða eitthvað svoleiðis. En ég er alveg sammála því að við eigum að horfa til þess að hjálpa „brothættum byggðum“ við að horfa til nýrra tækifæra. Ég er farinn að sjá það sem nýr þingmaður að sú umræða er að breytast vítt og breytt úti um landið, menn eru farnir að tala um stöðuna og hvað sé hægt að gera í framtíðinni í stað þess að horfa í baksýnisspegilinn og á horfinn kvóta t.d. (Forseti hringir.) Ég er alveg sammála þingmanninum þarna.