149. löggjafarþing — 38. fundur,  26. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[23:04]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég get ekki stillt mig um að benda á þessar sérkennilegu aðstæður sem hér eru að skapast. Hér er farið fram á að við þingum fram á nótt til að geta átt málefnalega umræðu um þessi mikilvægu mál og þetta mikilvæga frumvarp. En ef maður horfir á mælendaskrána er eins og það hafi brostið á flótti hjá stjórnarliðum. Þau hrynja allt í einu af listanum, fyrst niður hann og svo út af honum, og skilja okkur ein hér eftir, fyrir utan hv. þingmann og formann atvinnuveganefndar. Mér finnst þetta bara dónaskapur og asnaskapur, ef ég má vera svo grófur. Ég held að við ættum þá kannski bara að miða umræðuna við eðlilegan vinnudag, ef stjórnarþingmenn ætla að leika þann leik að raða sér á mælendaskrá og hoppa svo af henni, svona til að geta setið frammi, étið kökur og hlegið.