149. löggjafarþing — 38. fundur,  26. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[23:30]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég vil bara halda því til haga að ég er einn þeirra stjórnarþingmanna sem hafa tekið til máls og verið í andsvörum. Ég hef ekki forðast það, nema síður sé, og hugsanlega tek ég aftur til máls.

Ég vek athygli á því, ef við gætum haldið áfram umræðunni, að hér bíða fimm stjórnarþingmenn af þeim níu sem efst eru á mælendaskrá. Fimm stjórnarþingmenn sem bíða eftir að fá að flytja sína ræðu. Allt tal um að stjórnarliðar, stjórnarþingmenn séu að forðast umræðuna á náttúrlega ekki, eins og stundum er, við rök að styðjast.

Við skulum bara halda umræðunni áfram, herra forseti. Þá kannski kemur að því að við þingmenn ríkisstjórnarinnar fáum loksins að taka til máls og við klárum síðan umræðuna.