149. löggjafarþing — 39. fundur,  27. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[16:44]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V) (um fundarstjórn):

Ég haska mér í ræðupúltið því ég vil alls ekki eyða tímanum, þeim dýrmæta tíma sem við þingmenn fáum frá hæstv. forsætisráðherra til að ræða þetta mikilvæga mál. En ég vil undirstrika að ég ræddi þetta við forseta og hann sagði að forsætisráðherra yrði hér og ég óskaði eftir að það yrði vonandi hliðrað til fyrir mér og líka fyrir öðrum. Forseta var vel kunnugt um að mín afstaða var sú að ég óskaði eftir því að þetta yrði svolítið tími fyrir stjórnarandstöðuna. En við skulum ekki gera mikið mál úr þessu. Forsætisráðherra er mætt í salinn. Við höfum fimm korter til að eiga orðastað við hana og ég held að við skulum bara byrja samræðuna.