149. löggjafarþing — 39. fundur,  27. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[16:47]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég fylgdist með umræðunni heiman að frá mér í sjónvarpi þar sem ég var enn í leyfi og gat ekki verið í þingsal og tekið þátt í umræðunni. En ég ætla bara að benda á að það er búið að færa til í dag, bara að upplýsa hv. þingmann um að þingmenn hafa verið færðir til á mælendaskrá í dag, bara svo það sé sagt hér. Ég held að þetta sé ekki heilög regla. Hins vegar er það þekkt að fólk færir sig til, upp og niður á mælendaskrá, stjórn og stjórnarandstaða á hverjum einasta tíma, þannig að það er búið að gera það í dag. Ég tel ekki að forseti hafi átt við að þetta væri að eilífu, amen.