149. löggjafarþing — 39. fundur,  27. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[17:29]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. forsætisráðherra. Ætla að byrja á þessu með stjórnarskrána. Jú, þessi frábæri stýrihópur, sá hópur sem við höfum verið að vinna í, gæti bara tekið þetta ákvæði hreint út fyrir sviga og við gætum, já, samþykkt það sem allra fyrst.

Í sambandi við afkomutenginguna, enn og aftur, sé ég það einfaldlega engan veginn öðruvísi fyrir mér en þetta: Við eigum að taka hverja útgerð fyrir sig, tekjuskatturinn eða ekki tekjuskatturinn, og sníða agnúa af. Ég er ekki alveg það klók að ég geti farið í þá agnúagreiningu hér og nú, ég kann ekkert á hana. Ég veit bara hvað hefur blasað við mér núna og ég sé óréttlætið í því að taka meðaltal af ríkri útgerð versus þá sem er í basli.

Og 33%? Er það nóg eða á að hækka það og annað slíkt? Ja, við skulum bara gefa okkur það að útgerð sem er að greiða sér kannski 20 eða 15 milljarða í arð á hverju ári, eða 10 milljarða eða hvað það er, það er útgerð sem hefur virkilega efni á að greiða okkur fyrir afnot af auðlindinni á meðan önnur hefur það kannski ekki.

Mér finnst þessi 33% ekki vera heilög tala hvað það varðar. Þekkjandi skattaskerðingar og tekjutengingar og allt það kerfi sundur og saman væri afskaplega farsælt, fyndist mér, að slengja því akkúrat inn í þetta kerfi sem við erum að búa við í dag í sambandi við sjávarútveginn.